6.1 C
Selfoss

Samhentir íbúar á Austurveginum

Vinsælast

Kjartan Björnsson, rakari, er venju samkvæmt frekar víðförull um heimabæinn Selfoss og hittir marga á ferðum sínum. hann tekur gjarna myndir af því sem fyrir augu ber og birtir á Facebook síðu sinni. Hann sendi okkur myndir af stórglæsilegri aðstöðu íbúa í Pálmatrésblokkunum svokölluðu. Þar búa kraftmiklir íbúar en í frásögn Kjartans kemur fram að íbúarnir hafi tekið sig saman og smíðað bekki, blómagrindur og fleira. Það var forystu maður húsfélagsins, Ásgeir Valdimarsson sem leiddi hópinn en margir innan raða íbúanna er mikið handverksfólk. Íbúarnir eru allir sem einn áhugasamir um að hafa umhverfið snyrtilegt og tekst það með glæsibrag. „Ég óska þeim til hamingju með framtakið. Þetta er virkilega fallegt og vel gert,“ segir Kjartan í samtali við Dagskrána.

 

Nýjar fréttir