7.8 C
Selfoss

Einfaldara sumarfrí

Vinsælast

Því það er komið sumar,

sól í heiði skín.

Vetur burtu farinn,

tilveran er fín.

Svo hljómar brot úr laginu “ Það er komið sumar” eftir Magnús Eiríksson. Þetta sumar er öðruvísi en flest önnur undanfarin ár. Í ár eru íslendingar lítið á faraldsfæti erlendis og lítið um erlenda ferðamenn innanlands. Íslendingar sjá því fyrir sér að nýta þetta sumar vel og njóta landsins okkar fagra. Ég er mjög hrifin af þeirrihugsun. Ég hlakka sjálf til að ferðast um landið, njóta sólarinnar og samvista við fólkiðmitt.Nú er komið sumarfrí í skólum og styttist í að leikskólar fari í frí og því líklegt að margir verði í sumarfríi í júlí. Flestir upplifa spenning gagnvart því að komast í frí og langar að gera margt og mikið. Það er samt mikilvægt að muna að gera hluti sem hlaða andlega og líkamlega heilsu þannig að þú komir ekki útkeyrð/ur heldur endurnærðu/ur aftur til vinnu. Þegar þú þarft að taka tillit til fjjölskyldu þinnar þá er góð regla að spyrja fjölskyldumeðlimi hvað þeim langar að gera. Börn eru yfirleitt ekki að biðja um flókna hluti. Þau þrá samveru við fjölskyldu sína og foreldra og vilja í flestum tilfellum hreyfingu, útiveru, leika við vini sína og fá sér stöku ís þegar sólin skín. Þegar ég spurði börnin mín hvað þeim langaði að gera í sumar þá var svarið einfalt. Þau vildu fara í sund, útilegu og að veiða. Það verður auðvelt að verða við því. Stundum viljum við festast í þeim vítahring að gera of mikil plön. Þú ætlar jafnvel að gera “allt” í sumarfríinu. Það er svo mikilvægt að láta ekki hraðann ná yfirhöndinni og læra að njóta hvers dags. Líka daganna heima. Dagarnir heima geta verið skemmtilegir.Það er hægt að njóta þess að vera í garðinu, fara í sund, fara í hjólaferðir, gönguferðir,einfaldar fjallaferðir, fara í fjöruna og heimsækja ættingja og vini. Þú ert ekki að missa aföllu þó svo þú sért ekki stanslaust á faraldsfæti eða með flottustu ferðamyndirnar inn á Instagram. Einfalt er gott og einfalt er yfirleitt betra. Við fjölskyldan ætlum í útilegu í sumar enn við vitum ekki hvert við ætlum að fara. Við ætlum að láta veðrið ráða því. Við ætlum líka í dagsferðir á suðurlandi þar sem við búum. Við ætlum að nnjóta útiveru og samvista hvort með öðru. Við ætlum líka að eyða góðum tíma í garðinum. Borða grænmetið sem er að vaxa í grænmetiskassanum, reita arfa, fara í sund og drekka marga kaffibolla með vonandi sem flestum ættingjum og vinum. Við vonum að sólin muni skína mikið og við munum læra listina að vera og njóta. Það er gott að muna síðasta erindið í laginu “Það er komið sumar”.

 

Ekki láta aðra svekkja þig,

það verður hver og einn að hugsa um sjálfan sig.

Kominn er tími til að lifna við

og lifa sumarið

 

Í þessu eins og öðru skiptir máli að bera lífið sitt ekki saman við líf annarra. Þú hefur val um að eiga gott sumar og góðan daga. Ég hvet þig því til að taka upp blað og penna, Halda fjölskyldufund og ræða við fólkið þitt um hvað það sér fyrir sér að gera í sumar. Þarf það að vera flókið? Örugglega ekki.

Með von um að þú eigir einfalt og gott sumarfrí, Gunna Stella.

Nýjar fréttir