4.5 C
Selfoss

Þriðjudagskaffi hjá Flugklúbbi Selfoss

Vinsælast

Það er vinsælt að líta við hjá Flugklúbbi Selfoss á þriðjudagskvöldum yfir sumartímann. Bæjarbúar tóku margir eftir því að fjöldi flugvéla sótti klúbbinn heim síðasta þriðjudagskvöld, enda veðrið afar gott. Formaður klúbbsins er Þórir Tryggvason, en hann ræddi við blaðið um flugkvöldin vinsælu.

Þegar illa viðrar er það bara kaffibolli

Við höfum prófað það undanfarin sumur að hafa fastan viðburð á þriðjudagskvöldum á Selfossflugvelli. Það hefur mælst mjög vel fyrir hjá þeim sem eru í fluginu að geta skroppið hingað austur á degi eins og í dag, fengið kaffibolla og með því þegar vel stendur á. Þegar illa viðrar erum við bara innandyra og fáum okkur kaffi og spjöllum. Undanfarnar vikur hafa þó verið hagstæðar hvað veður varðar og vinir okkar og félagar koma í heimsókn, en stærsti hlutinn kemur fljúgandi. Í kvöld eru hér um 30 flugvélar saman komnar og fjöldi gesta. Kveikt er á grillinu og pylsur með tilheyrandi renna ofan í mannskapinn eins og þú sérð,“ segir Þórir.

Bæjarbúar duglegir að líta við

Klúbburinn telur um 160 félaga. Þeir standa saman að því að reka völlinn sem þykir vera til mikillar fyrirmyndar. „Flugvöllurinn þykir vera orðinn mög góður, enda höfum við í klúbbnum lagt mikla vinnu og kostnað viða græða upp með grasi báðar flugbrautirnar. Þá reynum við eftir fremsta megni að hafa svæðið sem snyrtilegast. Á skömmum tíma höfum við svo eignast marga góða nágranna, en byggðin hefur færst nær flugvellinum. Við leggjum á það mikla áherslu að eiga í góðu samstarfi við allt það góða fólk sem þar býr. Það er svo rétt að ítreka það við bæjarbúa, sem margir eru duglegir að líta við hjá okkur, að koma endilega í heimsókn á þriðjudagskvöldum, hitta flugmenn, aðra gesti og horfa á fallegar flugvélar,“ segir Þórir að lokum.

Þórir Tryggvason, formaður Flugklúbbs Selfoss.

 

 

Nýjar fréttir