13.4 C
Selfoss

Hvítahúsið vaknar úr dvalanum

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn, verður fyrsta opnun Hvítahúsins á Selfossi eftir Covid-19 samkomubann, en hljómsveitin Dúndurfréttir mun ríða á vaðið og svala tónleikaþörf Sunnlendinga og vera með stórtónleika á laugardagskvöldið 6. júní nk. Dagskrá kvöldsins hjá Dúndurfréttum verður svona „Best of rock´n roll“. Mjög fjölbreytt blanda af allskonar rokki, mjúkt og hart, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hljómsveitina skipa: Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Einar Þór Jóhannsson, Ólafur Hólm og Ingimundur Óskarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og opnar húsið kl. 20.

Nýjar fréttir