8.9 C
Selfoss

Spenntir sundlaugargestir mættir í miðnætursund

Vinsælast

Talsverður fjöldi gesta mætti í Sundhöll Selfoss þegar dyrnar að lauginni voru opnaðar eina mínútu yfir miðnætti þann 18. maí. Það er langþráð í hugum margra að komast til laugar og láta líða úr sér eða taka sundtök. Nokkrar hömlur eru á fjölda fólks í laugarnar, ásamt því að í heitu pottana í lauginni geta aðeins verið 8 í einu og tíminn í pottinum takmarkaður við 20 mínútur svo fleiri geti komist að.

Gott að komast í laugina og ekki spillir miðnæturopnunin fyrir

Starfsfólk laugarinnar kvaðst vera ánægt með að fá aftur gesti og geta komið lauginni í gang aftur eftir heimsfaraldurinn. Þá sögðu gestir það dásamlegt að komast aftur í sund og ekki spillti miðnæturopnunin fyrir. Það væri klárlega eitthvað sem mætti gera oftar.

Nýjar fréttir