7.8 C
Selfoss

Árlegt hreinsunarátak Sveitarfélagsins Árborgar

Vinsælast

Daganna 11. til 16. maí  eru íbúar hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera sveitarfélagið okkar snyrtilegra. Meðal annars með öflugri vitundarvakningu fyrir umhverfinu  og einnig með því að taka nærumhverfi sitt í umhverfislegt fóstur og hlúa að því. Við öll íbúar í Svf. Árborg eigum að geta sameinast um að gera sveitarfélagið aðlaðandi og spennandi fyrir okkur sjálf, og einnig fyrir það fólk sem heimsækir okkur. Við getum öll tekið höndum saman og eigum að láta okkur varða hvernig gengið er um í okkar sveitarfélagi. Með samstilltu átaki getum við haft áhrif á þá aðila sem sinna í engu umhverfi sínu , og leitast við að leiðbeina þeim  á rétta braut. Á þeim tíma sem hreinsunarvikan stendur er gjaldfrjálst fyrir íbúa Svf Árborgar á gámasvæðið við Víkurheiði, umhverfi okkar skiptir okkur öll máli. Vorið er svo sannarlega komið í Árborg og vorboðarnir víða sjáanlegir, framundan er hreinsunaátak sem undirritaður hvetur einstaklinga og fyrirtæki til þess að taka þátt í af fullum þunga og alvöru.  Hreinsun og tiltekt í sveitarfélaginu okkar á að vera samstarfsverkefni okkar allra. Ef við göngum vel um og sýnum umhverfi okkar virðingu, verður ásýnd og upplifun á umhverfi okkar svo miklu betra og jákvæðara. Við þurfum að standa saman í því verkefni að hafa snyrtilegt í kringum okkur, með því móti getum við skapað samfélag sem við öll getum verið stolt af.

 

 

Eggert Valur Guðmundsson, formaður Umhverfisnefndar

 

Nýjar fréttir