7.3 C
Selfoss

100 ár frá friðun Þórsmerkur

Vinsælast

Laugardaginn 9. maí 2020 eru liðin 100 ár frá því samningur um friðun Þórsmerkur var fullgilt-ur. Friðunin var gerð að tilstuðlan bænda og ábúenda jarða í Fljótshlíð auk Oddakirkju sem afsöluðu sér beitirétti á Þórsmörk, fólu Skógræktinni að vernda svæðið fyrir beit, svo hægt væri að bjarga þeim birkiskógum sem þar var enn að finna. Birkiskóglendið hefur breiðst mik-ið út alla þessa öld en hraðast síðustu áratugina. Þetta er eitt merkilegasta náttúruverndar-verkefni Íslendinga á 20. öld.
Þórsmörk og nærliggjandi afréttir voru skógi vaxið svæði við landnám. Þar viðhéldust skógar langt fram eftir öldum enda svæðið nokkuð einangrað af jöklum og jökulám. Á 19. öld var ástand birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu þó orðið afar bágborið og í lok aldarinnar skipaði sýslumaður Rangárvallasýslu skógarverði úr hópi bænda til að stjórna skógarhöggi á svæðinu. Eftir Kötlugosið 1918 var svæðið þakið ösku og ekki hægt að beita fé þar fyrstu mánuðina. Líklega hefur það ástand stuðlað að því að hugmyndir um friðun skóganna fengu meðbyr. Árni Einarsson í Múlakoti vann málinu framgang meðal bænda í Fljótshlíð sem áttu beitirétt á Þórsmörk ásamt Oddakirkju. Agner Kofoed Hansen skógræktarstjóri og Einar Sæmundsen skógarvörður voru einnig ötulir að koma málinu áfram hjá ráðamönnum og heimamönnum. Í janúar 1920 skrifuðu allir eigendur og ábúendur jarða í Fljótshlíð með beitirétt á hálfri Þórs-mörk undir skjal þar sem þeir fólu Skógræktinni að friða skóga Merkurinnar. Skjalið var fullgilt af Erlendi Þórðarsyni presti í Odda 9. maí 1920, en Oddakirkja átti beitirétt á hinum helmingi Þórsmerkur. Er þetta samkomulag líklega eina dæmi þess hér á landi að beitiréttarhafar hafi afsalað sér beitirétti á afrétt til að vernda skóga.
Það var árið 1924 að fyrstu girðingarnar voru reistar á þessum afskekkta stað og var girðingar-efni flutt á hestum yfir Markarfljót. Flestir staurarnir voru gerðir úr járnbrautarteinum er lágu úr Öskjuhlið að Reykjavíkurhöfn. Árið 1927 var gert sams konar samkomulag við Breiðaból-staðarkirkju sem átti beitirétt á Goðalandi. Ekki gekk áfallalaust að halda sauðfé frá Þórsmörk þótt beit minnkaði heldur. Skógræktarmenn þurftu reglulega að smala svæðið. Skógar breidd-ust samt sem áður nokkuð út, þéttust og hækkuðu. Í upphafi friðunar voru skógar og kjarr á um 250 hekturum og mikill uppblástur á svæðinu. Um 1960 höfðu um 100 ha bæst við flatar-málið en heldur illa gekk að eiga við allt það sauðfé sem sótti inn í girðingarnar af nærliggj-andi afréttum. Það var ekki fyrr en með samningum Landgræðslunnar við bændur undir Vestur-Eyjafjöllum um að hætta beit tímabundið að alger beitarfriðun náðist. Þá breiddust birkiskógar hratt út enda hækkaði meðalhiti á þessum árum og fræárum fjölgaði. Uppgræðsla jókst einnig og hefur verið gott samstarf milli Skógræktarinnar og Landgræðslunnar um upp-græðslu síðustu áratugi. Ferðafélög sem hafa starfsemi á svæðinu hafa einnig unnið gott starf við að græða moldir, sem og ýmis félagasamtök og einstaklingar.
Öll þessi vinna hefur skilað því að nú er stór hluti Þórsmerkursvæðisins þakinn birkiskógum. Lífríkið allt hefur dafnað við friðunina og hefur allur gróður aukist, sem og dýralíf. Landið er nú mun þolnara gagnvart áföllum en það var árið 1918 þegar Katla dreifði ösku yfir svæðið. Eldskírnina fengu nýir skógar á Þórsmerkursvæðinu árið 2010 þegar aska dreifðist yfir stóran hluta þeirra. Gróður á skóglausum svæðum í nærliggjandi sveitum og afréttum átti í vök að verjast vegna öskufalls og öskufoks. Á hinn bóginn sá á ekki á skógum á Þórsmerkursvæðinu. Þvert á móti nutu þeir góðs af öskunni sem veitti þeim næringu. Í dag er viðhald gönguleiða um svæðið aðalverkefni Skógræktarinnar á Mörkinni og er svæðið opið almenningi allt árið um kring.
Skógræktin óskar Fljótshlíðingum, kirkjunum í Odda og Breiðabólstað sem og Íslendingum öllum til hamingju með 100 ára friðun Þórsmerkur. Það var rétt ákvörðun að vernda skóginn.

Nýjar fréttir