3.9 C
Selfoss

Götubitar á hjólum koma á Selfoss

Vinsælast

Götubiti á hjólum er samansafn matarvagna af ýmsum toga sem hafa leitt saman hesta sína. Vagnarnir eru allir af ólíkum toga og allt frá kjúklingaborgurum yfir í humar og fisk eða eftirrétti. Götubitinn mætir þann 10. maí nk. á bílastæðið við BYKO á Selfossi. Opið verður milli 17:30 til 20.

Einn af forsprökkunum að verkefninu er Róbert Aron Magnússon. dfs.is sló á þráðinn og forvitnaðist um verkefnið. „Þetta verkefni hefur gengið vonum framar. Við hófum þetta með þremur vögnum í upphafi. Nú eru komnir átta vagnar saman. Hugmyndin var að vera með hálfgerða mathöll á hjólum. Þetta er í hálfgerðum sirkusstíl, pökkum hratt upp og setjum upp skemmtilega götubitastemningu og pökkum svo saman aftur og förum. Núna erum við í seinna holli verkefnisins. Við byrjum það á því að kíkja á Selfoss,“ segir Róbert.

Framundan er svo að fara á fleiri staði og setja upp álíka mathöll/götubita stemningu víðsvegar um landið. Áhugasamir geta fylgst með hér: Götubiti á hjólum eða Reykjavík Street Food. Matseðlar verða birtir á næstu dögum á þessum síðum.

Eins og staðan er nú verða eftirtaldir vagnar í boði:

Gastro Truck – Kjúklingaborgarar

Wingman – Kjúklingavængir

Hungry Viking – Indverskur

Lobster Hut – Humarlokur og humarsúpa

Vöffluvagninn – Vöfflur og meðlæti

Prikið B12 – Veganborgarar

Issi Fish & Chips – Fiskur og franskar

 

Nýjar fréttir