7.8 C
Selfoss

Brúarstræti byggist upp

Vinsælast

Húsin í nýja miðbænum á Selfossi rísa nú eitt af öðru. Núna fyrir helgina komu umboðsaðilar og stjórnendur Lindex á Íslandi, hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, og helltu fyrstu steypunni í undirstöður byggingarinnar sem hýsa mun nýja verslun Lindex á Selfossi og opnar næsta sumar.

Um er að ræða tvö tveggja hæða sambyggð hús við hið nýja Brúarstræti, samtals um 400 fermetrar, og verður verslunin á jarðhæð, en þrjár íbúðir á annarri hæðinni. Eins og sjá má á myndinni mun byggingin standa sunnan við Gullfosshús, sem þegar er risið, ausan meginn götunnar.

Lindex, sem býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað, starfrækir um 480 verslarnir í 18 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 5 þúsund manns. Þau Lóa og Albert hafa opnað 7 verslanir á Íslandi – á höfuðborgarsvæðinu Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri, og eru auk þess umboðsaðilar Lindex í Danmörku.

Eftir erfitt veðurfar í vetur eru nú framkvæmdir í miðbænum á fullri ferð, bæði utan húss og innan.

 

 

Nýjar fréttir