11.7 C
Selfoss

Dagskránni ekki lengur dreift í hús á Selfossi

Vinsælast

Þau tímamót urðu í morgun að Dagskránni var ekki dreift á hvert heimili á Selfossi, að minnsta kosti að sinni. Það kom til að því að Pósturinn gerði breytingar á þjónustunni hjá sér. Eftir sem áður verður blaðinu dreift í verslanir, bensínstöðvar og aðra staði. Blaðið liggur einnig frammi í Grænumörk þar sem eldri borgarar geta nálgast það. Það má benda á að kjósi fólk svo er hægt að fá blaðið sent heim gegn því að greiða póstburðargjaldið. Þá er blaðið merkt með nafni og er borið út eins og annar póstur. Þetta gæti verið kostur fyrir þá sem eiga í vandræðum með að nálgast það með öðrum hætti. Frekari upplýsingar má fá í 482 1944.

Blaðinu áfram dreift annarsstaðar á Suðurlandi

Þessi tiltekna skerðing á þjónustunni nær aðeins yfir þéttbýlið Selfoss. Blaðinu verður dreift með hefðbundnum hætti annarsstaðar á Suðurlandi. Þá kemur það  í lúgur á Stokkseyri og Eyrarbakka.

Nýjar fréttir