5.6 C
Selfoss

Tilkynning frá Selfosskirkju vegna breytinga á samkomubanni

Vinsælast

Þann 4. maí taka í gildi breytingar á samkomubanni og verður kirkjum samkvæmt tilmælum biskups heimilt að hefja opið helgihald á ný sunnudaginn 17. maí.  Helgihaldið er eðlilega bundið fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir.  Ekki verður fleirum en 50 heimilt að koma saman og halda verður tveimur metrum á milli einstaklinga.  Ekki verður altarisganga enn um sinn og prestur mun ekki heilsa folki með handabandi. Verði fjöldi kirkjugesta umfram það sem leyfilegt er mun fólk getið fylgst með á skjá í safnaðarheimili kirkjunnar.   Sunnudaginn 17. maí verður hin árlega krossamessa kl. 11:00. Þar fá þau sem útskrifast úr Unglingakórnum afhenda krossana sína að gjöf frá kirkjunni og mun Unglingakórinn syngja í messunni.  Sunnudaginn 24. maí verður hefðbundin guðsþjónusta kl. 11 og á hvítasunnudag verður útimessa í Hellisskógi kl. 11:00.

Þegar aðrar breytingar verða gerðar á samkomubanni verður þeim fylgt. Morgunbænastundir kl. 9:15 hefjast á ný þriðjudaginn 19. maí og verða eins og áður þrjá daga vikunnar, þriðju-, miðviku- og fimmtudag.

Við prestarnir minnum á að við erum eins og fyrr reiðubúin til viðtals og sálgæslu hvort sem er á skrifstofu okkar í kirkjunni eða í gegnum síma. Við vonum að sumarið verði öllum gott og gleðilegt.

Guðbjörg Arnardóttir gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða 865 4444 Gunnar Jóhannesson gunnar.johannesson@kirkjan.is eða 892 9115

Axel Árnason Njarðvík axel.arnason@kirkjan.is eða 898 2935.

Vegna fermingarbarna vorsins 2021

Hefðin hefur verið sú að bjóða foreldrum á upplýsinga- og kynningarfund í kirkjunni en vegna aðstæðna í samfélaginu er það ekki mögulegt eins og stendur.  Þess í stað bendum við þeim sem áhuga hafa á að kynna sér fermingarfræðsluna í Selfossprestakalli að fara inn á heimasíðu Selfossprestakalls (selfosskirkja.is) þar sem finna má allar upplýsingar undir liðnum fermingarstörfin.
Þar munu einnig væntanlegir fermingardagar vorsins 2021 verða settir og hlekkur á slóð þar sem hægt er að skrá barn í fræðsluna og velja fermingardag. Einnig verða þar upplýsingar um hvenær opnað verður fyrir skráninguna. Í framhaldinu mun verða hægt að miðla upplýsingum í gegnum þau netföng sem þar verða skráð.

Nýjar fréttir