1.7 C
Selfoss

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

Vinsælast

65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS – til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar.

Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl sl. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi, sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna fækkunar ferðamanna á Íslandi vegna COVID-19. Heildarframlag SASS til verkefnisins eru 65 m.kr. Verkefnið skiptist í þrjá eftirfarandi verkþætti:

1. Stuðningur við markaðssókn landshlutans gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar sem unnið verður að á vegum Markaðsstofu Suðurlands. Verk-
efnið fylgir áherslum ríkisins um að styðja við innlenda ferðaþjónustu á þessu ári. Rekstraraðilar og sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í átakinu og auka þar með slagkraft þess. Heildarframlag SASS til þessa átaks er 8 m.kr.

2. Stofnun nýs samkeppnissjóðs Sóknaráætlunar Suðurlands undir heitinu Sóknarfæri ferðaþjónustunnar, þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu geta sótt um verkefnastyrki að fjárhæð 500 þ.kr. Samhliða því að fá  styrk mun fyrirtækjum standa til boða handleiðsla og ráðgjöf á vegum SASS, aðgengi að sérfræðiþjónustu og sérsniðinni fræðslu út frá þörfum umsækjenda. Til úthlutunar í formi verkefnastyrkja verða samtals 48 m.kr og markmiðið er að styðja 96 fyrirtæki. 

3. Fræðsla og miðlun þekkingar til ferðaþjónustufyrirtækja, s.s. sérhæfð námskeið og sérfræðiþjónusta til handa styrkþegum sem tengjast úrræðinu hér að framan. Auk þess verður boðið upp á ýmis opin námskeið, fyrirlestra og stuðningsefni. Heildarkostnaður fræðsluþáttarins er áætlaður 8 m.kr. Auk kynningar á átakinu 1 m.kr.

Viltu taka þátt í að kynna áfangastaðinn Suðurland?

Fyrirtæki eru hvött til að vinna að markaðssetningu gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar. Rekstraraðilar eru hvattir til að setja sig í samband við Markaðsstofu Suðurlands og taka þátt í kynningarverkefnum þeirra fyrir landshlutann. Fyrirtæki geta jafnframt sótt um styrk hjá SASS til að vinna að slíkum verkefnum. 

Viltu sækja um verkefnastyrk?

Nýr sjóður hefur verið settur á laggirnar í tengslum við áhersluverkefnið og geta fyrirtæki í ferðaþjónustu sótt um verkefnastyrki til að vinna að eigin verk-
efnum. Opið verður fyrir umsóknir í sjóðinn til kl. 16:00 þann 12. maí næstkomandi. Úthlutunarreglur og nánari upplýsingar eru að finna á vef SASS (sass.is). Eru fyrirtæki hvött til að nýta sér úrræðið og setja sig í samband við ráðgjafa á vegum SASS.

Viltu þiggja fræðslu?

Samhliða ofangreindum aðgerðum verða ýmis fræðslverkefni í boði fyrir fyrirtæki á Suðurlandi. Við mælum því með að fylgst sé með tilkynningum á vef SASS, skráið ykkur á póstlista SASS eða fylgist með á fésbókarsíðu SASS. 

Opnir kynningarfundir

Nánar verður farið yfir verkefnið á opnum kynningarfundum fyrir ferðaþjónustuaðila á næstu dögum. Fundirnir verða með rafrænum hætti fyrir viðkomandi svæði á eftirfarandi tímum. 

Austursvæði“ A-Skaftafellssýsla
Miðvikudagur 29. apríl kl. 14:00. 

Miðsvæði“ Rangárvalla- og V-Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar
Fimmtudagurinn 30. apríl kl. 13:00.

Vestursvæði“ Árnessýsla
Fimmtudagurinn 30. apríl kl. 10:00.

Skráning á fundina fer fram á heimasíðu SASS. Jafnframt veita ráðgjafar á vegum SASS nánari upplýsingar ásamt undirrituðum.

Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri Þróunarsviðs SASS (thordur@sass.is).
Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands (dagny@south.is).

Nýjar fréttir