7.3 C
Selfoss

Margmálaljóðakvöld fer fram á vefnum 21. mars

Vinsælast

Í ljósi aðstöðunnar sem komin er upp í samfélaginu er ýmsum viðburðum frestað eða þeir færðir í annað form. Það gildir um margmálaljóðakvöldið sem haldið verður þann 21. mars nk. Fyrsta margmálaljóðakvöldið var haldið 2017 þegar Bókabæjunum var boðið upp á að taka þátt í norrænum móðurmálsmánuði. Upphaflega var hugmyndin sú að fólk sem býr á Íslandi, en talar annað móðurmál, lesi upp ljóð á sínu tungumáli og svo þýðingu eða endursögn á íslensku.

Drepur fordóma og eflir menningartengsl

Óhætt er að segja að hugmyndin hafi gengið vel. Flóttamenn hafa gjarnan tekið þátt, sem opnar þeim leið inn í samfélagið að kynna sína menningu. Þá hefur verið gripið í listamenn sem eru staddir á landinu og hafa tök á að komast. Gullkistan á Laugarvatni hefur til að mynda verið öflugur þátttakandi í verkefninu með þá listamenn sem þar eru hverju sinni.

Ekkert annað að gera en að færa þetta á netið

Nokkuð augljóst þótti að aflýsa þyrfti viðburðinum vegna ástandsins. Það var þó hugmyndaauðgi, tækninni og ekki síst áhuga fólks að þakka að svo verður ekki. „Formið verður með þeim hætti að þú tekur upp myndband af þér lesa inn ljóð á hvaða tungumáli sem er, eða senda textann. Það má vera eftir þig eða annnan. Allt er opið í þeim efnum. Þú setur myndbandið eða textann svo inn á viðburðinn.“ Harpa Rún, formaður Bókabæjanna segir að búinn hafi verið til hópur og hann lítillega auglýstur. Það hafi vakið heimsathygli og þau búist við að fá ljóð úr öllum áttum á allskonar tungumálum. „Þetta er allskonar samstarf og bara mjög spennandi að sjá hvernig þetta þróast í samkomubanninu,“ segir Harpa að lokum.

Hlekkur á viðburðinn er hér

 

Nýjar fréttir