3.4 C
Selfoss

Tilkynning frá heilsugæslustöðvum og lyfsölum í Vík og á Klaustri

Vinsælast

Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.

Vegna þessa verða í dag og og á næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið.

Haft verður samband við skjólstæðinga sem eiga pantaðan tíma og athugað hvort hægt verður að leysa erindið símleiðis eða með myndsamtölum í gegnum Heilsuveru..
Þegar það hentar verður skjólstæðingum beint í fjarþjónustulausnir.
Við bendum á heilsuveru til lyfjaendurnýjunar, áfram er hægt að fá lyf endurnýjuð með símtali en hafa a.m.k dags fyrirvara.
Þeim tilmælum er eindregið beint til skjólstæðinga að;

koma ekki með aðstandendur með sér á biðstofur og í tíma nema nauðsyn krefjist
staldra sem styst við á biðstofum, þ.e.a.s. að fara inn á stofnun og biðstofu einungis stuttu áður en tími á að hefjast.

Vegna COVID-19:

Ef þú þarft ráðgjöf hjúkrunarfræðinga vegna COVID-19 þá eru nokkrar leiðir:
– Vaktsíminn 1700
– Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma
– Samskipti á Mínum síðum á heilsuvera.is
– Netspjall á heilsuvera.is – 8:00-22:00

Lyfsalan:

Beinum þeim tilmælum til fólks og hringja og panta lyf eða lausasöluvöru og koma svo að sækja þegar tilbúið. Þetta er gert til að stytta biðtíma á biðstofu heilsugæslunnar.

Ávallt er að finna nýjustu upplýsingar á vef Landlæknis.

Með samstöðu og hjálpsemi komumst við saman yfir þetta verkefni

Starfsfólk Heilsugst. Klaustri og í Vík

Klaustur: 432-2880

Vík: 432-2800

Random Image

Nýjar fréttir