8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Takmarkanir á skólahaldi: Útfærsla í höndum sveitarfélaganna

Takmarkanir á skólahaldi: Útfærsla í höndum sveitarfélaganna

0
Takmarkanir á skólahaldi: Útfærsla í höndum sveitarfélaganna

Skólahaldi samkvæmt upplýsingum frá ríkinu verður skólahaldi hagað með eftirfarandi hætti:

  • Framhaldsskólum og háskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er.
  • Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag.
  • Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag.

Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir.

Sveitarfélög farin að vinna að málum

Í samtali við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, kemur fram að stjórnendur, sér í lagi skólastjórnendur, séu þegar farnir að vinna á grunni blaðamannafundar sem haldinn var af heilbrigðisráðherrra um samkomubannið. Þá segir Gísli að allar upplýsingar frá sveitarfélaginu fari inn á vef sveitarfélagsins, www.arborg.is, eins fljótt og auðið er. Íbúum er því bent á að fylgjast vel með heimasíðum síns sveitarfélags.

Aldís Hafsteinsdóttir sendi frá sér tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar rétt í þessu þar sem fram kemur að beðið sé nánari upplýsinga og bæjarstjóri muni miðla þeim um leið og þær berist. Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Hveragerðisbæjar næstu daga.

Við minnum jafnframt á upplýsingasíðu ríkisins covid.is

Fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsingar frá stjórnvöldum berast.