0.3 C
Selfoss

Einar Áskell í Hveragerðiskirkju – Brúðuleikhús

Vinsælast

Sunnudaginn 15.mars verður boðið upp á í Hveragerðiskirkju brúðuleiksýninguna um Einar Áskel eftir  brúðumeistarann Bernd Ogrodnik sem byggir á heimsþekktum sögum Gunillu Bergström um hinn uppátækjasama Einar Áskel.  Við fylgjumst með degi í lífi feðganna Einars Áskels og pabba hans, þar sem daglegt líf fær á sig ljóma ævintýrs, eins og tilvera okkar allra getur gert í einum vettvangi, ef við opnum fyrir leikinn, sköpunina og ímyndunaraflið.

Leiksýningin er samstarfsverkefni Eyrarbakkaprestakalls, Hveragerðisprestakalls og Selfossprestakalls og er kostuð af Héraðssjóði Suðurprófastdæmis.  Leiksýningin hefst kl. 12.30 og eru allir hjartanlega velkomnir!

 

Random Image

Nýjar fréttir