8.9 C
Selfoss

Víða fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 á Suðurlandi

Vinsælast

Á Suðurlandi er víða verið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Brunavarnir Árnessýslu hafa sent frá sér tilkynningu um að Björgunarmiðstöð Árnessýsu hafi verið lokað fyrir óviðkomandi umferð til að hindra smithættu. Fólk er beðið um að hafa samband símleiðis eða með vefpóstu þurfi að ná í starfsmenn BÁ. Nánari upplýsingar má finna á vef Brunavarna Árnessýslu.

RARIK er farið að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana í ljósi þess að starfsmei RARIK telst til samfélagslega mikilvægra innviða sem nær öll heimili í landinu reiða sig á. Aðgerðir RARIK felast meðal annars í að vinnustöðum verður skipt upp eins og kostur er, þannig að u.þ.b. helmingur þeirra sem vinna skrifstofustörf og getur unnið heima geri það aðra hverja viku, en hinn helmingur starfsmanna hina vikuna. Einnig verður vinnuflokkum skipt upp þannig að aðskilnaði verði haldið eins miklum og kostur er.

Á meðan þetta ástand varir beinum við því til viðskiptavina og gesta að koma ekki á starfsstöðvar RARIK nema brýna nauðsyn beri til. Þeim sem þurfa að hafa samband er bent á að hringja í síma 528 9000 og viðskiptavinir eru hvattir til að sækja þjónustu í gegnum vef RARIK, www.rarik.is.

 

Viljir þú eða þitt fyrirtæki/stofnun koma á framfæri upplýsingum til almennings gegn um miðla dfs.is hafðu þá samband hér.

Nýjar fréttir