7.3 C
Selfoss

Fjarþjónustulausnir og takmörkuð umgengni í heilsugæslu vegna CVID-19-faraldurs á HSU

Vinsælast

Sérstakar kringumstæður er í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.

Vegna þessa verða í dag og og næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið.

 

  • Haft verður samband þegar við á við skjólstæðinga sem eiga pantaðan tíma og athugað hvort hægt verður að leysa erindið símleiðis eða með myndsamtölum í gegnum Heilsuveru.
  • Skjólstæðingum sem óska eftir tíma eða þjónustu verður – þegar við á – beint í fjarþjónustuúrlausnir.

 

Þeim tilmælum er eindregið beint til skjólstæðinga að koma ekki með aðstandendur með sér á biðstofur og í tíma nema nauðsyn krefjist – og að staldra sem styst við á biðstofum, þ.e.a.s. að fara inn á stofnun og biðstofu einungis stuttu áður en tími á að hefjast.

 

Tilmæli til þungaðra kvenna

 

Snertilausar greiðslur á HSU

Af gefnu tilefni og að ráði Landlæknis er fólk hvatt til að borga fyrir þjónustuna hjá HSU á sem snertilausastan máta.

Notið símana, úrin eða kortin en forðist að nota peninga og pin númer.

 

 

 

Nýjar fréttir