6 C
Selfoss
Home Fréttir Birna Sólveig íþróttamaður ársins 2019 hjá UMF Kötlu í Vík

Birna Sólveig íþróttamaður ársins 2019 hjá UMF Kötlu í Vík

0
Birna Sólveig íþróttamaður ársins 2019 hjá UMF Kötlu í Vík

Umf Katla, Vík í Mýrdal hélt aðalfund sinn laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn. Þar var kosin ný stjórn fyrir félagið og veittar viðurkenningar fyrir starfsárið 2019

Tveir voru tilnefndir í flokki Íþróttamaður ársins 2019, voru það þau Birnir Frosti Sigurðarson, sem er hæfileikaríkur og metnaðarfullur knattspyrnumaður og Birna Sólveig Kristófersdóttir sem er ötul, metnaðarfull og hefur náð góðum árangri á þeim mótum sem hún hefur sótt á árinu. Birna Sólveig hlaut titilinn íþróttamaður ársins 2019.

Þá voru tilnefndir tveir í flokki efnilegasti íþróttamaðurininn það voru þau Egill Atlason Waagfjörð, sem hefur sýnt mikinn metnað og er efnilegur hvort sem er í frjálsum íþróttum eða fótbolta og Stephanie Ósk Ingvarsdóttir sem hefur sýnt framúrskarandi árangur og hefur allt til að bera sem afreksíþróttamaður. Efnilegasti íþróttamaður ársins 2019 er Stephanie Ósk Ingvarsdóttir.

Titilinn Bjartasta vonin 2019 hlaut Kristófer Ek Saithong Óðinsson, sem hefur mætt vel á æfingar og er tæknilega góður í bæði frjálsum og knattspyrnu.

Einnig var afhendur fyrirmyndarbikarinn 2019, hann hlaut Sveinn Þorsteinsson fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins, en hann er einn af stofnendum þess.

Í lok fundar flutti Selma Erla Serdar frá  Æskulýðsvettvangurinn fróðlegt erindi um starfsemi vettvangsins. En hann er samstarfsvettvangur Bandalags Íslenskra skáta, KFUM,  KFUK,  Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Hún kynnti helstu áherslur og starfsemi hjá samtökunum m.a. verkefni sem snúa að því að vinna gegn einelti, kynferðisofbeldi og hatursorðræða. Vettvangurinn býður upp á ýmis námskeið, ráðstefnur og aðra fræðslu sem snýr að til dæmis mannréttindafræðslu, fjölmenningarfræðslu, einelti og ofbeldi gegn börnum og ungmennum og hatursorðræðu í íslensku samfélagi.