7.3 C
Selfoss

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fundar með sveitarstjórum á Suðurlandi

Vinsælast

Lögreglustjórinn á Suðurlandi boðaði alla sveitarstjóra á Suðurlandi auk forsvarsmanna viðbragðsaðila á fund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi í gær til þess að upplýsa aðila um stöðu mála vegna COVID-19 veirunnar.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór yfir stöðu mála auk þess sem umdæmislæknir sóttvarna á suðurlandi hélt erindi um veiruna og stöðu mála á henni bæði hérlendis og erlendis.

Eins og staðan var þegar fundurinn var haldinn höfðu 14 einstaklingar á Íslandi verið greindir með veiruna en allir höfðu þeir smitast erlendis. Ekki hafa enn komið fram smit sem hafa smitast milli mann á Íslandi.

Ekkert tilfelli hefur enn komið fram á Suðurlandi en þegar það gerist mun aðgerðastjórnstöðin á Selfossi verða mönnuð allan sólarhringinn, viðbragðsaðilum og stjórnendum sveitarfélaga á suðurlandi til stuðnings og upplýsingargjafar.

Vel var mætt á fundinn sem einnig fór fram í fjarfundakerfi en alls voru níu þátttakendur á fundinum í gegnum slíkan búnað í bæði hljóð og mynd.

Nýjar fréttir