0.5 C
Selfoss

Rysjótt veður fram á laugardag með snjókomu og skafrenningi

Vinsælast

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að spáð sé rysjóttu veðri síðdegis og til laugardagsmorguns með snjókomu eða skafrenningi víða á landinu. Þá biður Veðurstofan ferðamenn að kanni vel veðurspár og færð áður en lagt er í hann.

Hvasst undir Eyjafjöllum

Gular veðurviðvaranir eru í gildi sunnanlands frá hádegi í dag. Gert er ráð fyrir nokkuð snörpum vindi undir Eyjafjöllum. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s.“

Éljagangur og erfið akstursskilyrði á Hellisheiði og milli Hvolsvallar og Víkur

„Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfeldari ofankomu og lélegu skyggni. Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í spá Veðurstofunnar.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að bakkar með þurrum snjó verði áfram SV-lands í dag, en hvessir með skafrenningi síðar í dag. Frá kl. 15 hviður 35-40 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.  16-19 m/s austur yfir Hellisheiði og Þrengsli frá miðjum degi. Skafbylur á Höfuðborgarsv. og Suðurn. frá kl. 20.

 

Random Image

Nýjar fréttir