2.7 C
Selfoss

Stjörnuteppi

Vinsælast

Ungbarnateppi njóta sífelldra vinsælda og í dag gefum við uppskrift af hekluðu teppi sem er svolítið öðruvísi í laginu, eins og stjarna. Teppið er heklað úr Hot Socks Perle, sem er einstaklega fallegt merino ullargarn blandað með kashmere og sokkastyrkt. Garnið fæst í fjölda fallegra lita, bæði einlitt og mislitt og það má þvo í þvottavél.

Efni:

Hot Socks Perle, 3 dk gular, 3 dk gráar, 2 dk hvítar. Heklunál no 3. 1 prjónamerki.

Skammstafanir:

ll-loftlykkja, st-stuðull, fl-fastalykkja.

Uppskrift:

Teppið er heklað í hring, byrjað í miðjunni.

Fyrstu 7 umferðirnar eru heklaðar með gulu garni, svo koma rendur þannig; *1 hvít, 1 grá, 1 hvít, 1 grá, 2 gular, 1 grá, 1 hvít, 1 grá, 1 hvít, 2 gular*. Endurtakið * *.

Athugið að sérhver umferð byrjar á 1 st sem heklaður er úr 2 ll.

Ljúkið hverri umferð með 1 fl í fyrsta stuðul.

Endurtakið alltaf * * út umferðina.

Heklið 4 ll tengið í hring með 1 fl.

1.umf. Heklið 12 st í ll-hringinn.

2.umf. Heklið 2 st í hvern st fyrri umferðar.

3.umf. Heklið *1 st, 2 ll, 1 st* í annan hvorn st fyrri umferðar.

4.umf. Heklið *2 st, 2 ll, 2 st* í loftlykkjubogann. (Við þetta verður til aukning)

5.umf. Heklið *1 st í seinni stuðul fyrri umferðar (sem er næstur á undan loflykkjuboganum), 2 st, 2 ll, 2 st í loftlykkjubogann, 1 st í fyrri stuðul fyrri umferðar*

6.umf. Heklið  *1 st í hvorn tveggja síðustu stuðla fyrri umferðar, 2 st, 2 ll, 2 st í loftlykkjubogann, 1 st í næstu 2 st fyrri umferðar*

7.umf. Heklið  *1 st í hvern þriggja síðustu stuðla fyrri umferðar, 1 st, 2 ll, 1 st í loftlykkjubogann, (Athugið að hér verður ekki aukning) 1 st í næstu 3 st fyrri umferðar*

8.umf. Heklið  *1 st í hvern þriggja síðustu stuðla fyrri umferðar, 2 st, 2 ll, 2 st í loftlykkjubogann, 1 st í næstu 3 st fyrri umferðar*

9.umf. Heklið  *1 st í hvern fjögurra síðustu stuðla fyrri umferðar, 2 st, 2 ll, 2 st í loftlykkjubogann, 1 st í næstu 4 st fyrri umferðar*

 

Haldið áfram á þennan hátt, þannig að aukning verður í 4 umferðum og svo kemur 1 umferð án aukningar. Það er gert til að aukning verði ekki of hröð og teppið verpist síður.

Hér voru heklaðar alls 49 umferðir, en að sjálfsögðu má fjölga/fækka umferðum að villd.

Í síðustu umferðinni eru heklaðir 4 st í loftlykkjubogann, til að loka honum.

Gangið frá endum, þvoið úr mildu sápuvatni, leggið til þerris.

Uppskrift: Þóra Þórarinsdóttir.

 

Nýjar fréttir