4.5 C
Selfoss

Brynjúlfsmessa í Stóra-Núpskirkju

Vinsælast

Brynjúlfsmessa var sl. sunnudag í Stóra-Núpskirkju í Hrunaprestakalli.  Þar var minnst heimspekingsins og fræðimannsins Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi sem fæddur var 26. september 1838 og dáinn 16. maí 1914 á Eyrarbakka og hvílir í kirkjugarðinum þar.

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur, minntist Brynjúlfs Jónssonar í stólræðu sinni að vönduðum og innihaldsríkum hætti.

Þorbjörg Jóhannsdóttir, organisti, stjórnaði sameinuðum kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpskirkna.

Sóknarnefndin bauð gestum í veglegt messukaffi á eftir í Félagsheimilinu Árnesi. Þar söng kórinn nokkur lög sem hæfðu vel tilefninu.

Tveir meðlima í Kirkjuráði Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi, Hannes Sigurðsson að Hrauni í Ölfusi og Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, voru í Stóra-Núpskirkju og Árnesi. Kirkjuráðið hefur það hlutverk að heimsækja allar kirkjur á Suðurlandi og er það verk nær því hálfnað.  Færðu þeir Stóra-Núps kirkjufólkinu kærar kveðjur og þakkir í ávarpi í lok samkomuhalds dagsins í Árnesi.

Í Stóra-Núpskirkju í Brynjúlfsmessunni.
Kirkjukórarnir á sviðinu í Félagsheimilinu Árnesi.

Nýjar fréttir