4.3 C
Selfoss

Arion banki tilkynnir lokun á útibúi á Kirkjubæjarklaustri

Vinsælast

Það er óhætt að segja að það hafi komið illa við marga þegar Arion banki tilkynnti lokun útibúsins á Kirkjubæjarklaustri fyrir stuttu, en samkvæmt heimildum á bankinn að fara 1. mars. Í grein sem Sigrún Sigurgeirsdóttir ritar í Fréttablaðið 20. febrúar sl. segir hún ma.: „Þeir sem vilja búa og starfa á landsbyggðinni verða að geta reitt sig á að grunnþjónusta sé til staðar.“ Í samtali við íbúa á svæðinu segja þeir þetta arfaslæmt. Öll fyrirtæki þurfa að leggja inn skiptimynt og fá skiptimynt. Þá eru ýmsir íbúar sem treysta sér ekki til að fara alfarið yfir á tölvu. Auðheyrt er að íbúar eru uggandi yfir stöðunni.

Langar vegalendir milli Hafnar og Víkur

Næstu bankaútibú fyrir íbúa á svæðinu yrði í Vík eða á Höfn. „Það eru 70 kílómetrar frá Klaustri yfir á Vík og mun lengra fyrir suma Skaftfellinga.“ Ein nefnir að fyrir sig væri um 140 km ferð í næsta bankaútibú verði þetta raunin. Eldri maður lét hafa eftir sér að líklega fengi hann sér bara banka í Reykjavík „því ég þarf þangað þegar ég hitti lækni eða börnin mín“. Þá segir ungur maður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki að hann muni ekki vera í viðskiptum við bankann, fari hann. „Ef Arionbanki ætar ekki að vera hér þá ætla ég ekki að vera áfram með viðskipti í Arionbanka. Ég þarf oft að leggja inn innkomuna í fyrirtækinu og sækja skiptimynt.

Útibúum fækkar og þjónustan verður stafræn

Í samtali við Arion banka kemur fram að umtalsverðar breytingar hafi orðið á bankaþjónustu. Þjónustan fari í æ ríkari mæli í gegn um starfrænar þjónustuleiðir. „Sú þróun hefur ekki síst gagnast þeim sem búa í dreifðari byggðum þar sem hægt er að framkvæma flestar aðgerðir í netbanka eða appi. Í takt við þessa þróun hefur Arion banki gert breytingar á sínu útibúaneti og fækkað útibúum bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þannig er útibúanetið í stöðugri þróun og hafa verið uppi áform um að loka afgreiðslu bankans á Kirkjubæjarklaustri en hafa þess í stað nýjan innlagnarhraðbanka. Nú erum við með í skoðun að hafa jafnframt starfsmann á staðnum nokkra daga í mánuði. Tekin verður ákvörðun hvað það varðar á næstu dögum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka.

Nýjar fréttir