3.4 C
Selfoss

Aðeins af veðrinu – það helsta í morgun

Vinsælast

Fáir á ferli – verkefnin gengið að mestu vel

Dagskráin leit við hjá aðgerðarstjórn í Björgunarmiðstöð Árborgar nú í morgun. Þar var Grímur Hergeirsson með sínum mannskap á vaktinni. Samkvæmt Grími höfðu engin stór mál komið upp. Þó var eitthvað um að þakplötur hefðu losnað, skjólveggir farið á flakk eða lausamunir. Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar sinntu verkefnunum eins og þau bærust. Það væri þó nokkuð rólegt yfir öllu. Það þakkaði Grímur helst því að fyrirvarinn hefði verið góður og menn hefðu farið undirbúnir undir það sem koma skyldi. Þá munar mikið um það að fólk sé heima og sé ekki að ana út í veðrið. Víða er það mjög slæmt og er að slá upp í 50 m/s. Það gengur líklega að mestu niður upp úr hádeginu. Þangað til ætti fólk að slaka á heima og hafa það náðugt sé þess nokkur kostur.

Heitavatnsleysi

Vegna rafmsagnsleysis hjá RARIK er engu heitu vatni dælt frá Laugalandi og Kaldárholti þar sem framleiðsla heits vatns fyrir Rangárveitur á sér stað. Rangárveitur þjóna Rangárþingi ytra og eystra og Ásahreppi, þ.m.t. þéttbýliskjörnunum Hellu, Hvolsvelli og Gunnarsholti. Lágur þrýstingur eða heitavatnsleysi er nú á öllu svæðinu. Fólki er bent á að hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að halda hita á húsum sínum.

Þegar rafmagn kemur aftur á má búast við að töluverðan tíma taki að ná aftur upp þrýstingi í hitaveitunni. Íbúar eru hvattir til að fara afar vel með heita vatnið á meðan á því stendur svo það gangi sem hraðast fyrir sig.

Rafmagnstruflanir

Staðan á Suðurlandi um kl 8:40 var þannig að vitað er um um tíu truflanir. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal en rafmagn er skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er í uppsveitum Árnessýslu, þ.m.t. hluti Biskupstungnanna og frá Reykholti að Laugarvatni og Svínavatni. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust í Landeyjum. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru mjög erfiðar og ekki hefur verið hægt að hefja truflanaleit. Vinnuflokkarnir eru tilbúnir um leið og rofar til í veðrinu.

 

Ert þú með frekari upplýsingar um veðrið? Eða mynd? Sendu okkur á dfs@dfs.is eða á Facebook

Random Image

Nýjar fréttir