11.7 C
Selfoss

Rangárþing ytra sendir eftirfarandi tilkynningu til íbúa

Vinsælast

Vegna afar slæmrar veðurspár hafa stjórnendur leik- og grunnskóla á Hellu og Laugalandi ákveðið að fella alfarið niður skólahald á morgun, föstudag 14. febrúar.

Grunnskólinn á Hellu, Laugalandsskóli, Leikskólinn á Laugalandi og Leikskólinn Heklukot verða þar af leiðandi allir lokaðir.

Íþróttamiðstöðvarnar á Hellu og Laugalandi verða lokaðar fyrir hádegi og allar líkur eru til að önnur þjónusta sveitarfélagsins verði skert.

Biðjum við íbúa að festa lausamuni utanhúss eins og frekast er kostur til þess að koma í veg fyrir mögulegt foktjón. Höfum í huga að ekkert ferðaveður er á morgun fram að hádegi. Hvetjum fólk til að fylgjast með veðurspám og öðrum tilkynningum.

Nýjar fréttir