Níu HSK-met á MÍ öldunga

Sex karlar af sambandssvæði HSK tóku þátt í Meistaramóti í öldunga í frjálsum sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi og settu fjórir þeirra HSK-met.

Ólafur Guðmundsson Selfossi setti fjögur met í flokki 50-55 ára. Hann þríbætti metið í langstökki, stökk lengst 5,25 metra og þá bætti hann met Jason Ívarssonar í þrístökki um 17 sentimetra, stökk 9,88 metra.

Guðbjörn Árnason úr Dímoni tvíbætti met Yngva Karls Jónssonar í hástökki í 55-59 ára flokki, stökk hæst 1,44 metra, en gamla metið var 1,40 m.

Ingvar Garðarsson Umf. Skeiðamanna bætti HSK-met Markúsar Ívarssonar í 800 metra hlaupi í flokki 60-64 ára, en hann hljóp á 2:49,31 mín. og bætti metið um rúmar sex sekúndur.

Loks tvíbætti Jón M. Ívarsson úr Þjótanda metið í kúluvarpi í flokki 70 – 74 ára, kastaði lengst 7,25 metra og bætti ársgamalt met Sigmundar Stefánssonar um 58 sentimetra.

DEILA