6.7 C
Selfoss

Dagur Fannar Íslandsmeistari í sjöþraut

Vinsælast

Dagur Fannar Einarsson úr Umf. Selfoss varð Íslandsmeistari í sjöþraut í flokki 18-19 ára á Meistaramóti Íslands í fjölþraut sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. 

Hann sigraði með yfirburðum fékk 4.776 stig og bætti HSK-met Bjarka Óskarssonar úr Þór um rúmlega 2000 stig. Þetta er fyrsta sjöþraut Dags Fannars í þessum flokki en hann fór upp um flokk um sl. áramót.  Árangur Dags Fannars varð eftirfarandi í einstökum greinum: 60m 7,23 sek. – langstökk 6,38m – kúla 6kg, 12,19m (pb). – hástökk 1,70m  – 60m grind 9,06 sek. (pb) og HSK-met á eins metra hæð grinda, gamla metið var 10,20 sek. – Stangarstökk 3,93 m (pb) og grátlega nærri því að fara 4,03m sem hefði verið HSK met í 18-19 ára flokki. Svo 1000m hlaup á sínum næstbesta tíma 2:45,69 mín. 

Glæsilegt hjá Degi en með þessum árangri er hann búinn að tryggja sig langleiðina inn á NM unglinga í tugþraut næsta sumar. Þarf bara að keppa í kringlu og spjóti í vor þ.e. í greinum sem eru í tugþraut.

Nýjar fréttir