5.6 C
Selfoss

Sætaferðir á skíðasvæðið í Bláfjöllum á morgun

Vinsælast

Ungmennafélag Selfoss í samstarfi við rútufyrirtækið Guðmund Tyrfingsson býður upp á sætaferðir á skíðasvæðið í Bláfjöllum.

Laugardagur 1. febrúar
Lagt af stað frá Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, klukkan 10:00. Einnig verður stoppað við N1 í Hveragerði u.þ.b. 10-15 mínútum síðar.

Miðað er við að vera komin í Bláfjöll áður en skíðakennsla hefst kl. 11:00.

Heimferð úr Bláfjöllum er klukkan 14:00 og áætluð heimkoma í Hveragerði korter í þrjú og á Selfoss kl. 15:00.

Það kostar kr. 2.500 í rútuna og er hægt að greiða með greiðslukorti eða peningum í rútunni.

Allar nánari upplýsingar má finna á fésbókarsíðunni Vetraríþróttir á Selfossi og nágrenni.

Hægt er að kaupa lyftumiða á netinu og fara beint í brekkurnar á vefnum hjá Skíðasvæðinu á Höfuðborgarsvæðinu.
https://blafjoll.skiperformance.com/is/store#/is/buy

p.s. stefnt er að föstum ferðum í febrúar þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga ef opið er í Bláfjöllum.

Finna má viðburðinn hér:

https://www.facebook.com/events/2679817912126527/

 

Nýjar fréttir