7.3 C
Selfoss

Umhverfisstofnun biðlar til veiðimanna að vernda teistuna

Vinsælast

Margir veiðimenn halda um þessar mundir á svartfugl úti á sjó milli lægða, enda svartfuglsveiðitíminn í algleymingi. Umhverfisstofnun biðlar til veiðimanna að passa eftir fremsta megni að skjóta ekki teistu í misgripum fyrir aðra bráð, en teista hefur verið friðuð fyrir skotveiðum síðan 2017. Stofninn á undir högg að sækja. Orsakir þess eru raktar til afráns minks og þess að teistum sé mjög hætt við að lenda í grásleppunetum.

Í lýsingu á fuglinum segir Umhverfisstofnun að á vetri sé teistan mun ljósari en aðrir svartfuglar og ekki með greinilega litskiptingu eins og t.d. langvía og stuttnefja. Það mætti segja að hún væri flikróttari.

Þá vísar stofnunin til eftirfarandi hlekkja til glöggvunar á útliti fuglsins.

https://www.allaboutbirds.org/guide/Black_Guillemot/idhttps://www.flickr.com/photos/reynirsk/5068862567

Nýjar fréttir