-3.9 C
Selfoss

Albert í Forsæti flýgur inn í nýja árið

Vinsælast

Þær ánægjulegu fréttir hafa borist neðan úr Forsæti í Flóa að Albert Sigurjónsson hafi lagt lokahönd á Beryl CP 750 flugvél, sem Albert hefur verið með í smíðum sl. 12 ár. Vélin fór í loftið þann 5. desember sl. Flugvélin hefur fengið einkennisstafina TF-ALB. Við smíðina byrjaði Albert með teikningarnar einar að vopni og hefur smíðað allt nema sjálfan mótorinn frá grunni. Vélin er öll hin glæsilegasta, en meðfylgjandi mynd er frá Ólafi Sigurjónssyni í Forsæti, en hann tók myndina þegar TF-ALB fór í jómfrúarflug sitt. Nánar má lesa um málið hér.

Nýjar fréttir