-2.1 C
Selfoss

Ný reglugerð um sektir og viðurlög vegna umferðarlagabrota tekur gildi

Vinsælast

Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota tekur gildi 1. janúar 2020 til samræmis við ný umferðarlög nr. 77/2019 sem einnig taka gildi þann dag.

Helstu breytingar vegna reglugerðarinnar eru eftirfarandi:

  • Akstur gegn rauðu ljósi. Sekt hækkar úr 30.000 kr. í 50.000 kr.
  • Vegfarandi sinnir ekki skyldu við umferðaróhapp. Sekt verður 30.000 kr. Var 20.000-30.000 kr. eftir broti.
  • Ölvunarakstur: 
    – Vínandamagn í blóði 1,20-1,50‰ eða útöndunarlofti 0,60-0,75 mg/l.: Svipting ökuréttar í 1 ár og 6 mánuði  og 180.000 kr. sekt. Var 1 ár og 180.000 kr. sekt.
    – Vínandamagn í blóði 2,01-2,50‰ eða útöndunarlofti 1,01 -1,25 mg/l. Nýtt þrep í töflu. Svipting ökuréttar í 3 ár og 240.000 kr. sekt. Efsta þrep í töflu var 2,01‰ eða meira og svipting ökuréttar í 2 ár og 210.000 kr. sekt.
    – Vínandamagn í blóði 2,51‰ eða meira eða útöndunarlofti 1,26 mg/l eða meira. Nýtt efsta þrep í töflu. Svipting ökuréttar í 3 ár og 6 mánuði og 270.000 kr. sekt.
  • Fíkniefninu metamfetamín er bætt við töflu fyrir viðurlög vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
  • Ein sektarfjárhæð fyrir hvert brot á aksturs- og hvíldartíma í stað þess að miða við prósentur.
  • Vanræksla flytjanda á að tryggja varðveislu upplýsinga úr ökurita og af ökumannskorti hækkar úr 20.000-50.000 kr. í 80.000-300.000 kr.
  • Þrepaskiptar sektarfjárhæðir fyrir brot á reglum um ásþunga/heildarþunga umfram leyfilega heildarþyngd í stað þess að miða við prósentur.
    – ásþungi/heildarþungi allt að 375 kg umfram leyfilega þyngd verður 60.000 kr.,
    – ásþungi/heildarþungi allt að 750 kg umfram leyfilega þyngd verður 120.000 kr.
    – ásþungi/heildarþungi allt að 1.500 kg umfram leyfilega þyngd verður 180.000 kr.
    – ásþungi/heildarþungi meira en 1.500 kg allt að 5.000 kg umfram leyfilega þyngd verður 240.000 kr.
    – 10.000 kr. sektarfjárhæð fyrir hver 100 kg umfram 2.000 kg.
  • Brot á reglum um flutning á hættulegum farmi. Sektir verða frá 50.000-150.000 kr.

Nýjar fréttir