0 C
Selfoss

Jólastund Karlakórs Selfoss framundan

Vinsælast

Á aðventunni er ágætt að setjast niður, gleðja og efla andann og njóta lífsins í góðu umhverfi. Ekki er verra við slík tækifæri að hlýða á fallega jólatónlist í flutningi Karlakórs Selfoss. Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá.

Jólastund Karlakórs Selfoss verður í Skálholtsdómkirkju mánudagskvöldið 9. desember nk. og hefst kl. 20:30, en hin síðari er í Selfosskirkju viku síðar, 16. desember og hefst kl. 20.

Á efnisskrá fá allir eitthvað fallegt, jólalög úr ýmsum áttum í bæði þekktum og nýjum útsetningum.

Alda Ingibergsdóttir syngur einsöngslög með kórnum, stjórnandi er Skarphéðinn Þór Hjartarson og undirleikur er í höndum Jóns Bjarnasonar.

Aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti framlögum til líknarmála.

Nýjar fréttir