8.9 C
Selfoss

Söngsveit Hveragerðis stefnir á Póllandsferð í vor

Vinsælast

Söngsveit Hveragerðis var stofnuð 6. apríl 1997 og hefur starfað samfleytt síðan. Söngsveitin hefur komið víða fram á tónleikum m.a í Kanada, Ungverjalandi, Færeyjum og síðast en ekki síst á Ítalíu þar sem tekið var þátt í kóramóti. Ekki má gleyma Sæluviku Skagfirðinga. Öll ferðalögin hafa verið okkur ógleymanleg og tekist vel í alla staði. Söngsveitin undirbýr söngferð til Þýsklands og Póllands í vor en þar hefur okkur verið boðið að koma fram á kóramótinu “Living Europe Choirfestival”.

Aðventutónleikar Söngsveitarinnar, sem haldnir verða í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 8. desember klukkan 20:00 eru því 22. aðventutónleikar Söngsveitarinnar. Að venju er vandað til tónleikanna með völdum íslenskum og erlendum jólalögum. Eins og alltaf fer Söngsveitin á Heilsustofnun NLFÍ og dvalarheimilið Ás í Hveragerði og syngur inn jólin með fólkinu.   Stjórnandi er Margrét S. Stefánsdóttir, undirleikari á píanó er Ester Ólafsdóttir, Jóhann Ingvi Stefánsson leikur á trompet og Ian Wilkinson á básúnu, einnig tekur þátt sönghópur frá Tónlistarskóla Árnesinga. Að loknum tónleikum verður tónleikagestum boðið upp á súkkulaði og piparkökur. Söngsveitin vonast eftir að sjá sem flesta og eiga ánægjulega aðventukvöldstund með ykkur.

Nýjar fréttir