0.6 C
Selfoss

Hamar 1 leiðir að loknum fyrri hluta HSK móts í blaki

Vinsælast

Fyrri hluti héraðsmót karla í blaki fór fram í Hamarshöllinni í Hveragerði 21. nóvember sl.

Nýkrýndir hraðmótsmeistarar HSK í UMFL 1 mættu Hamar 1 í fyrsta leik sem reyndist of stór biti fyrir Laugdæli í þetta sinn því Hamarsmenn mættu með öflugt og einbeitt lið sem sigraði leikinn af miklu öryggi, Hamar A lék á sama tíma við UMFL 2 og lauk þeim leik einnig með 2-0 sigri Hamarsmanna.  Í annarri umferð náðu UMFL 1 síðan að svara Hvergerðingum með sigri á Hamar A í jöfnum og spennandi leik og í sömu umferð tóku Hrunamenn leikmenn Dímons hreinlega í kennslustund með stórsigri.  Í  lokaumferð kvöldsins urðu  hinsvegar margfaldir HSK meistarar Hrunamanna að játa sig sigraða gegn sterku liði Hamars 1 sem kláraði kvöldið með fullt hús stiga.   Fyrri hluta mótsins lauk svo með æsispennandi einvígi UMFL 2 og Dímons og þurfti oddahrinu til að skera úr um úrslit sem UMFL 2 kláraði með 2 stiga mun eftir æsispennandi leik.

Staðan að lokinni fyrri umferð er að Hamar 1 eru efstir með 6 stig, í 2.-4. sæti með 3 stig sitja Hrunamenn, Hamar A og UMFL 1, þá kemur UMFL 2 í fimmta sæti með 2 stig og Dímon rekur lestina með eitt stig.

Seinni hluti HSK í blaki 2019-20  verður haldinn að Laugarvatni 1. apríl 2020 og þá ræðst hvaða lið stendur uppi sem HSK meistari í blaki.

Nýjar fréttir