9.5 C
Selfoss

Jólagjöf undir jólatréð á Bókasafni Árborgar

Vinsælast

Sjóðurinn góði úthlutar styrkjum fyrir jólin til einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í fjárhagserfiðleikum.

Eins og undanfarin ár mun Kvenfélag Selfoss í samvinnu við Bókasafn Árborgar á Selfossi taka á móti jólagjöfum fyrir börn sem úthlutað verður til styrkþega Sjóðsins góða. Jólatréð verður í bókasafninu frá 28. nóvember.

Vegna umhverfissjónarmiða eru endurunnir heimasaumaðir jólapokar fyrir jólagjafirnar fyrir þá sem vilja gefa gjöf undir jólatréð. Gefendur eru hvattir til að nýta þessa poka sem seldir verða á 200 kr. Pokarnir eru eingöngu ætlaðir fyrir Sjóðinn góða. Merkispjöld verða á staðnum og merkja þarf gjafirnar með kyni og aldri eftir því sem við á.

Síðasti skiladagur jólagjafa á bókasafnið er 18. desember.

Bókasafn Árborgar og Kvenfélag Selfoss

 

 

 

 

 

 

 

Nýjar fréttir