1.1 C
Selfoss

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands

Vinsælast

Ábyrg ferðaþjónusta – fleiri skref í átt að sjálfbærni

20. nóvember í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum kl. 11:30

21. nóvember á Hótel Höfn kl. 12:00

26. nóvember á Hótel Örk í Hveragerði kl. 11:30

Fjölbreytt og skemmtileg erindi um ábyrga ferðaþjónustu og þau verkfæri sem nýtast fyrirtækjum til að viðhalda gæðum og sjálfbærni til framtíðar.

Dagskrá:

  • Ábyrg ferðaþjónusta – Laufey Guðmundsdóttir fjallar um tæki og tól sem hægt er að nota til þess að taka fleiri skref í átt að sjálfbærni
  • Straumar og stefnur – Dagný Jóhannsdóttir fer yfir það nýjasta í umræðum um sjálfbærni í ferðaþjónustu út frá erindum á WTM í London
  • Umhverfis Suðurland – verkfæri til handa fyrirtækjum um hvað þau geta gert strax varðandi umhverfismál í sínum rekstri
  • Fræðslunet Suðurlands – kynnir námsframboð í ferðaþjónustu á Suðurlandi, Viska fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vesmannaeyja kynnir námsframboð á fundinum í Vestmannaeyjum
  • Hæfnisetur ferðaþjónustunnar – kynnir verkfærakistu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Fundirnir eru opnir öllum að þessu sinni. Boðið verður upp á súpu og brauð á fundunum og því er mikilvægt að skrá sig. https://forms.gle/HPXPqujRVMqrcPyr9

Nýjar fréttir