10 C
Selfoss

Söngvar Jórunnar Viðar í Hveragerðiskirkju

Vinsælast

Erla Dóra Vogler mezzosópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari koma fram Hveragerðiskirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 17:00.

Erla Dóra og Eva Þyri héldu upp á aldarafmæli Jórunnar Viðar árið 2018 með tónleikahaldi og útgáfu geisladisksins „Jórunn Viðar – Söngvar“.
Á tónleikunum – sem og geisladiskinum – má m.a. heyra lög eftir Jórunni sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt áður í bland við einhver vinsælustu laga hennar, en miðað er að því að kynna þann fjölbreytta arf söngljóða og þjóðlagaútsetninga sem Jórunn lét þjóðinni í té á starfsævi sinni.
Geisladiskurinn hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018 í flokknum klassísk og samtímatónlist.
Erla Dóra og Eva Þyri hafa unnið saman um nokkurra ára skeið og hafa nú flutt verk Jórunnar á fjölmörgum tónleikum innan lands sem utan.

Hægt verður að kaupa diskinn að tónleikum loknum.

Tónleikarnir eru haldnir af Hveragerðisbæ í samstarfi við Tónaland og er aðgangur ókeypis.

Nýjar fréttir