0.4 C
Selfoss

Flugklúbbur Selfoss hlýtur viðurkenningu fyrir framlag til öryggismála

Vinsælast

Þann 11.  október síðastliðinn hélt Flugklúbbur Selfoss sitt árlega sumarslútt. Við það tækifæri afhenti Kári Guðbjörnsson fyrir hönd Samgöngustofu, Flugklúbbi Selfoss, viðurkenningu fyrir framlag til öryggis og fræðslumála í almannaflugi.  Þórir Tryggvason formaður tók við viðurkenningunni fyrir hönd klúbbsins.  „Við leggjum ríka áherslu á að okkar félagsmenn séu með sterka öryggisvitund og því höfum við haldið reglulega fræðslufundi og sérstaka æfingadaga. Slys og óhöpp hafa því miður verið tíð þetta árið og því ljóst að það má aldrei sofna á verðinum.“  Að sögn Þóris hafa öryggisviðburðir verið vel sóttir af félögum og ýmislegt er á döfinni í þeim málum.  „Við stefnum t.d. á að bjóða drónaflugfólki í spjallfund á næstunni og reyna þannig að samræma og miðla upplýsingum.“

 

Nýjar fréttir