4.5 C
Selfoss

Snjómokstursmenn biðja um tillitsemi

Vinsælast

Á Facebooksíðunni „Hvernig er færðin“ birtir Jónsi Þór Tómasson pistil til ökumanna. Hann hefur pistilinn á því að segja; „Hvað get ég sagt annað en „fyrirgefið mér“. Í pistlinum er Jónsi að fara yfir það hvernig snjómokstursmenn leggja sig í líma við að gera vegi örugga svo fólk komist með sem öruggustum hætti milli staða og fá oft ekkert nema skammir. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan:

 

Hvað get ég annað sagt en „fyrirgefið mér „

Ég vil bara að þið vitið að ég veit að ykkur langar að komast heim eftir erfiðan dag í vinnunni, eftir erfiðan viðtalstíma hjá lækni, eftir jarðaför, eftir að haf keyrt maka í flug. Ykkur langar að komast á viðburð sem þið keyptuð miða á fyrir mánuðum síðan. Ykkur langar að komast í sunnudagsmat til mömmu, upp í bústaðinn, í jólaboðið, afmælið og fullt af öðrum stöðum.
Stundum kemur það samt fyrir að þið komist ekki því það er búið að loka vegunum.
Sem betur fer sýna því flestir skilning, en oft fá þeir sem sinna vegunum bara skít og skömm og kallaðir nöfnum sem varla eru birtingarhæf.
Þetta er ekki leikur hjá okkur, langt í frá. Við erum í vinnu, vinnu sem þarf að vinna, vinnu sem einhver annar munu vinna ef ég geri það ekki. Það eru um 200 manneskjur á íslandi sem vinna við snjómokstur á vegum. Við erum að vinna í öllum veðrum við allar mögulegu aðstæður, alla daga, sunnudaga, jól, áramót, páska. Alla daga frá 15 september til 15 maí (breytilegt eftir hvaða vegir það eru) Við leggjum allt á okkur svo þið komist í mat til mömmu, afmæli, vinnuna, bíó eða hvert sem þið eruð að fara. Þegar veðrið er virkilega vont, ekkert ferðaveður og ekkert vinnuveður erum við samt í vinnunni svo þið komist eins fljótt af stað og mögulegt er eftir að veðrið lagast. Við erum partur af því að þið, ættingjar og vinir komist undir læknishendur þegar veður er vont.

Þó við séum á litlum hraða eða á miðjum vegi erum við ekki að reyna tefja ykkur. Við erum að reyna gera ferðalagið þitt eins öruggt og við getum.

Gerið mér greiða. Ekki öskra á okkur, gefa okkur puttana eða negla niður beint fyrir framan snjómokstursbíl þó við höfum verið að tefja ykkur. Við erum að þessu fyrir ykkur.

Mbk Jónsi á Hellisheiði

Nýjar fréttir