11.1 C
Selfoss

Umferðarslys á þjóðvegi 1 – þyrla kölluð út

Vinsælast

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að viðbragðsaðilar á Suðurlandi séu nú við störf á vettvangi umferðarslyss á þjóðvegi 1 í Suðursveit. Þar rákust saman vörubifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum. Tvennt var í fólksbifreiðinni, erlendir ferðamenn, og eru bæði slösuð en þó með meðvitund. Meiðsl ökumanns vörubifreiðarinnar eru minni, ef einhver. Þyrla LHG er á leið austur að Hala og er stefnt á að taka sjúklingana þar um borð og flytja til Reykjavíkur. Þjóðvegurinn um slysstað er lokaður sem stendur. Nánari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast.

Nýjar fréttir