13.4 C
Selfoss

Nýr leikskóli vígður í Reykholti

Vinsælast

Leikskólinn Álfaborg í Reykholti fékk afhent nýtt húsnæði sl föstudag þegar nýr leikskóli var vígður við hátíðlega afhöfn að viðstöddu fjölmenni. Nýji leikskólinn er þriggja deilda og getur tekið við um 60 börnum. Nú eru í Álfaborg um 35 nemendur. Leikskólinn er allur hinn glæsilegasti og aðstaða fyrir börn og starfsfólk er til fyrirmyndar. Leikskólalóðin er einkar vel heppnuð og sýndi ungviðið sem var viðstatt vígsluna henni mikinn áhuga. Framkvæmdin tók um eitt og hálft ár en verkið var skipt upp í þrjá verkþætti. Um uppsteypu og utanhúsfrágang sá Ari Oddsson ehf um en innanhússfrágang og lóð sáu HK verktakar um. Jarðvinnuhlutinn var í höndum BD véla. VA arkitektar sáu um hönnun hússins og lóðarinnar en Verkís sá um verkfræðihluta verksins. Húsið er um 560 fm2 að grunnfleti. Við vígsluna bárust margar góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Nýjar fréttir