9.5 C
Selfoss

Lífið í FSu

Vinsælast

Haustönn í Fjölbrautarskólanum er komin langt á leið og nemendur búa sig nú undir seinni hlutann með misjafnan fiðring í maganum. Félagslífið er í blóma og má segja að Selfoss iði af lífi.

Góðgerðardagar stóðu yfir í skólanum frá mánudeginum 30. September til föstudagsins 4. Október og alla vikuna skoruðu nemendur á hvorn annan að framkvæma ýmsa furðulega hluti sem aðrir nemendur gátu svo heitið á. Í ár var ákveðið að styrkja SOS barnaþorp og verður styrkurinn aðallega nýttur í uppbyggingu salernisaðstaðna fyrir stúlkur í Eþíópíu sem fram að þessu hafa ekki getað gert þarfir sínar óáreittar. Ýmsar skemmtilegar áskoranir litu dagsins ljós og söfnuðu þær samtals 200.000 krónum sem runnu óskipt til SOS.

Meðal þess sem nemendur þurftu að gera var að skríða frá Bónus alla leið að skólanum, Vera límdur við staur í heilt hádegishlé, lita hárið appelsínugult eða blátt, taka lagið fyrir framan allan skólann og margt fleira skemmtilegt. Lokahóf var svo í hádeginu á föstudeginum þar sem nokkrar áskoranir voru framkvæmdar, kennarar öttu kappi við nemendur í vettlingakörfubolta og svo var spilað froskalappafótbolta.

Söfnunarféð var svo afhent miðvikudaginn 16. Október við hátíðlega athöfn.

Stærsti viðburður nemendafélagsins, Söngkeppni NFSu verður svo haldin næsta fimmtudag og í ár verður Country- þema yfir keppninni. 11 nemendur munu stíga á stokk og keppast um að verða fulltrúi FSu í söngkeppni framhaldsskólanna í vor. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur af selfyssingum og nærsveitungum undanfarin ár og eigi er von á öðru þetta árið en keppendahópurinn í ár má teljast mjög sterkur og markmiðið í ár er að sjálfsögðu að vinna söngkeppni framhaldsskólanna.

Nemendafélagið og skólastjórn minna nemendur á að vinna skipulega að náminu og óskar öllum góðs gengis nú þegar annarlok nálgast.

Bkv.

Nemendafélag FSu

Nýjar fréttir