-2.8 C
Selfoss

Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni

Vinsælast

Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10:00 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Eldurinn kviknaði í húsbíl og pallavirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á staðnum og telja sig vera búnir að ná tökum á eldinum en talsverð hætta er á útbreiðslu elds í skóglendið sem þarna er í kring.Talsvert lið slökkviliðsmanna og búnaðar er enn á leiðinni á staðinn.

Uppfært kl.10:20

Slökkviliðsmenn hafa náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn logar í braki á svæðinu. Eldurinn kviknaði í hjólhýsi þegar betur var að gáð en ekki húsbíl. Nokkur önnur hjólhýsi voru í hættu en það tókst að afmarka eldinn við þetta eina hjólhýsi. Pallavirki sem áfast var við hjólhýsið brann og logar enn í glæðum af því. Slökkvistarf er enn í gangi en verið er að slökkva í glæðum.

Nýjar fréttir