-3.3 C
Selfoss

Velkominn vetur!

Vinsælast

Veturinn mun heilsa laugardaginn 26. október og af því tilefni verður efnt til gleðistundar í Ægissíðuhellunum við Ytri-Rangá, Hellunum við Hellu. Þetta er fyrsti viðburðurinn í vetrardagskrá hellanna sem verður bæði óvenjuleg og fjölbreytt. Góðir gestir munu tryggja gleðilega samverustund í vetrarbyrjun en þeir eru Guðrún Gunnarsdóttir söngkona, Bjarni Harðarson rithöfundur, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sveitastrákur, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Karlakór Hreppamanna undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Kynnir verður Margrét Blöndal markaðs- og viðburðastjóri Hellanna við Hellu. Dagskráin hefst klukkan 20.00 og miðasala er við munnann á Hlöðuhelli.

 

Nýjar fréttir