7.8 C
Selfoss

Um ökuskirteini atvinnubílstjóra

Vinsælast

Samkvæmt reglugerð skal bílstjóri sem stundar vöru- eða farþegaflutning í atvinnuskyni á stórri bifreið, sækja endurmenntun á fimm ára fresti og hafa tákntöluna 95 í gildi í ökuskírteini. Tákntalan 95 á bakhlið ökuskírteinis gefur til kynna að ökumaður hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni á stóra bifreið.

Endurmenntun er skilyrði til að fá tákntöluna endurnýjaða á fimm ára fresti. Mjög mikilvægt er fyrir bílstjóra að athuga gildistíma ökuskirteinisins og endurnýja það eins og reglur kveða á um.

Endurmenntun samanstendur af fimm námskeiðum og dreifa má námskeiðunum eftir hentugleika á fimm ára gildistímabil ökuréttindanna. Hvert námskeið spannar 7 klukkustundir með eðlilegum hléum.

Þrjú námskeið taka allir, síðan er val um námskeið eftir því hvort bílstjóri stundar aðallega farþegaflutninga eða vöruflutninga en hann má taka bæði. Að lokum er tekið sérhæft námskeið, ef með þarf, þar sem ýmislegt getur komið til greina sem tengist atvinnu bílstjórans. Á námskeiðum er reynt að virkja og miðla reynslu bílstjóra, kynna nýjungar og rifja upp fyrra nám. Engin próf eru í lok námskeiðs.

Hver og einn bílstjóri getur skráð sig inn í askur.samgongustofa.is með íslykli eða síma og fengið stöðu sína.

Skorað er á bílstjóra og stjórnendur fyrirtækja með atvinnubíla að fylgjast með gildistíma ökuskirteina vegna þess að mikilvægt er út frá öllum sjónarmiðum að aka ekki réttindalaus.

Hér á Suðurlandi hefur Ökuland ökuskóli boðið uppá endurmenntun undanfarin ár. Næstu námskeið verða á Selfossi nú í lok október. Nánar inná okuland.is.

 

 

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjar fréttir