-6.1 C
Selfoss

Píratar heimsækja Fjölheima og FabLab

Vinsælast

Í liðinni kjördæmaviku þingmanna komu fulltrúar Pírata, þau Álfheiður Eymarsdóttir, Smári McCarthy og Eiríkur Rafn Rafnsson í heimsókn til Háskólafélags Suðurlands, sem er til húsa í Fjölheimum á Selfossi. Framkvæmdastjóri Háskólafélagsins, Sigurður Sigursveinsson og verkefnastjórinn Ingunn Jónsdóttir tóku á móti gestunum og kynntu þeim starfsemi félagsins og framtíðarsýn. Eftir þá heimsókn var gengið yfir á FabLab verkstæðið sem staðsett er í Hamri. Þess má geta að Píratinn Smári McCarthy hefur tengst FabLab verkefninu frá upphafi þess hér á landi. Magnús FabLab stjóri kynnti þeim starfsemi smiðjunnar á Selfossi og sagði frá þeim verkefnum sem í gangi eru. Starfsmenn Háskólafélagsins þakka Pírötum skemmtilega heimsókn og gott samtal.

 

Nýjar fréttir