7.8 C
Selfoss

Lilja Magnúsdóttir segir skaftfellskar sögur í Hannesarholti

Vinsælast

Kvöldgestur Hannesarholts fimmtudaginn 10. október er Lilja Magnúsdóttir íslenskukennari og rithöfundur sem starfar nú sem kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. Hún ver dögum sínum um þessar mundir á Kirkjubæjarklaustri og hefur sett upp vefinn Eldsveitir.is Hún kann að segja sögur og mun skemmta gestum með að segja skaftfellskar sögur af sjóblautum draugum, stærsta sjóslysi Íslandssögunnar sem kennt er við gull, sjö daga sandbyl, kúnstum Sæmundar Hólm og sveitunga hans Jóhannesar Kjarvals. Eldklerkur kemur einnig við sögu og náttúruhamfarir af öllu tagi.

Lilja er Borgfirðingur í grunninn en hefur búið á Kirkjubækarklaustri og Kópavogi undanfarin ár. Hún er með BA próf í íslensku og Meistaragráðu í ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands og var íslenskukennari á Klaustri og í Menntaskólanum í Kópavogi. Lilja gaf út sína fyrstu skáldsögu Svikarann, á síðasta ári, sem hlaut mikið lof.

Kvöldverður verður framreiddur í veitingastofum Hannesarholts á undan kvöldstundinni, fyrir þá sem það kjósa. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hanneasarholt.is

Nýjar fréttir