9.5 C
Selfoss

Fjörustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka vígður í morgun

Vinsælast

Fjörustígurinn sem liggur milli Stokkseyrar og Eyrarbakka var vígður í morgun. Stígurinn hefur nú verið malbikaður og er allur til mikillar fyrirmyndar. Í samtali við Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins kemur fram: „Í mörg ár var gerð göngu- og hjólastígs mikið í umræðunni og eitt af þeim málum sem áhersla var lögð á að yrði framkvæmt eftir sameiningu fjögurra sveitarfélaga í eitt árið 1998 undir heitinum Svf. Árborg.

Stígurinn sem ætlaður er gangandi og hjólandi umferð er mikil bót á samgöngum milli þorpanna ásamt því að vera góður útivistarkostur því hægt er einnig að njóta náttúrunnar og góðs útsýnis við ströndina.

Á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustungu að stígnum í september árið 2012 var Eyþór Arnalds sem þá var bæjarfulltrúi hér í sveitarfélaginu og formaður bæjarráðs ásamt því að taka nokkur gigg með Todmobile. Nú er Eyþór orðinn borgarfulltrúi í Reykjavík og farinn að spila aftur með Tappa tíkarrass – „hver vegur að heiman er vegurinn heim“.

Efnt var til nafnasamkeppni um stíginn árið 2016 og varð „Fjörustígur“ þar hlutskarpasta tillagan. Skilti með heiti stígsins var svo vígt í október 2016 en þá var stígurinn enn urð og grjót.

Nú er sem sagt stígurinn orðinn fullgerður og búið að malbika hann. Í upphafi skal endinn skoða og í endann skal upphafið skoðað. Virkilega gaman að fá Eyþór austur að taka þátt í vígslunni á stígnum sem tók sjö ár í framkvæmd.“

Myndir: GPP

 

Nýjar fréttir