6.1 C
Selfoss

Selfoss tapar í opnunarleik 1. deildarinnar

Vinsælast

Fyrsta deild karla í körfubolta hóf göngu sína í kvöld þegar Selfoss heimsóttu Breiðablik í Smára í Kópavogi í kvöld. Blikar áttu erfitt tímabil í fyrra en þeir féllu úr Dominos-deildinni með aðeins 2 stig að baki. Selfyssingar rétt misstu af úrslitakeppni 1. deildarinnar í fyrra og eru því hungraðir fyrir komandi tímabil.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur þar sem þeir náðu að koma sér í nokkuð þægilegt forskot strax í 1. leikhluta þar sem munurinn náði mest 7 stigum. Í 2. leikhluta ná Selfyssingar aðeins að svara fyrir sig, en dugði það þá skammt og náðu Blikar að fara inní hálfleikinn með 7 stiga forskot.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með látum þar sem heimamenn sýndu hvað í þeim býr. Selfyssingar áttu erfitt með að koma knettinum í körfuna. Ekkert stig frá Selfyssingum á 6 mín. kafla ölli því að Blikar náðu að mynda sér þægilega 20 stiga forystu í lok 3. leikhluta, 73-53. Heimamenn héldu áfram að bæta í forystuna allt til leiksloka og sigruðu leikinn með 96 stigum gegn 70 stigum Selfyssinga.

Atkvæðamestur í liði Selfyssinga var Ragnar Magni Sigurjónsson með 19 stig. Alexander Gager 18 stig / 7 fráköst, Kristijan Vladović 11 stig / 5 fráköst / 6 stolna bolta, Bergvin Einir Stefánsson 6 stig, Arnór Bjarki Eyþórsson 5 stig, Svavar Ingi Stefánsson 5 stig, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3 stig, Rhys Sundimalt 2 stig og Bjarki Friðgeirsson með 1 stig.

Selfyssingar spiluðu án Bandaríkjamannsins Christian Cunningham í kvöld.

Nýjar fréttir